Markmið okkar er…

…að auka skilning og þekkingu stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á átröskun og tengdum röskunum.

…stuðla að auknum forvörnum og fræðslu meðal almennings.

…að einstaklingar með átröskun fái þá heilbrigðisþjónustu, meðferð og félagslegu þjónustu sem nauðsynleg er.

 

Vegna þess að...

…snemmtæk íhlutun og rétt meðferð geta dregið úr hættu á dauða og langvarandi afleiðingum af sjúkdómnum. 

…skömmin sem fylgir sjúkdómnum og vanþekking meðal almennings hafa slæm áhrif á sjúklinga, aðstandendur og samfélagið í heild.

 

Um átröskun

Átröskun er alvarlegur geðsjúkdómur og einkennist af miklum truflunum á matarvenjum sem hafa alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og skerða lífsgæði þeirra verulega. Í verstu tilfellum getur átröskun leitt til dauða.

Það er mikill misskilningur að átröskun snúist einungis um mat og útlit og að einungis ungar konur veikist. Fólk á öllum aldri, af öllum kynjum og uppruna getur glímt við átröskun og þarf á aðstoð að halda.

Tíðni átraskana virðist vera að aukast í hinum vestræna heimi og engin ástæða er til að ætla að því sé öðruvísi farið á Íslandi þó ítarlegar rannsóknir skorti.

 

Hvað get ég gert?

Hérna myndi ég skrifa smá inngang…

Átröskunarteymi Landspítalans
atroskun@landspitali.is

Hjálparsími Rauða Krossins - 1717
Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði er heitið og hann er ókeypis.

 

Á döfinni

Við erum að skipuleggja ráðstefnu í október 2020 sem mun fjalla um stöðu átröskunarmeðferða sem í boði eru hér á landi, tillögur að úrbótum og fyrirmyndir erlendis frá. 

Viðburðurinn verður auglýstur innan skamms. Þú getur skráð þig á póstlista hér að neðan til að fá frekari upplýsingar.

Vefsíðan er í vinnslu.

 
 
 
rmi-1.jpg

Hlaupið til góðs

Samtökin fjármagna starfsemi sína með viðburðum, styrkjum og frjálsum framlögum. Þess vegna tökum við þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og við skorum á þig að heita á okkur.

 

Stjórn SÁTTar

Samtökin SÁTT voru stofnuð þann 8. júlí 2020 á stofnfundi félagsins.

Í stjórn félagsins eru: 
Elín Vigdís Guðmundsdóttir, lögfræðingur og mannfræðingur
Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir, táknmálsmálfræðingur
Margrét Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur