Um SÁTT

Samtökin SÁTT (Samtök um átröskun og tengdar raskanir) eru hagsmunasamtök, stofnuð í júlí 2020 af þremur konum sem eiga það sameiginlegt að hafa glímt við átraskanir. Þær stofnuðu samtökin vegna þess að þeim þótti vanta virk samtök sem berjast fyrir aukinni og fjölbreyttari þjónustu fyrir fólk sem glímir við átraskanir. 

Þjónustunni hér á landi hefur verið ábótavant í langan tíma, fá og einsleit úrræði og langir biðlistar eftir þeirri þjónustu sem í boði er. Á meðan er eina þjónustan sem fólk gæti mögulega fengið, kostnaðarsöm sálfræðiþjónusta. Sú þjónusta er hvorki fullnægjandi, í flestum tilvikum, né á færi allra. Þá er sjúkdómurinn þungbær fyrir aðstandendur sjúklinga, sem þurfa að bíða á milli vonar og ótta og sinna aðstandanda sínum, með tilheyrandi vinnutapi og áhyggjum. Átraskanir ágerast oft mjög hratt og eru geðsjúkdómar sem hafa hvað hæstu dánartíðnina. Þess vegna mætti segja að langir biðlistar geti skilið milli lífs og dauða. 

Markmið samtakanna er m.a. að auka skilning og þekkingu stjórnvalda á átröskunum og mikilvægi þess að aukið fjármagn sé veitt í þessa þjónustu svo hægt sé að bæta úrræði hér á landi, s.s. starfsemi átröskunarteymis Landspítalans og BUGL (Barna og unglingageðdeildar Landspítalns). Markmið samtakanna er einnig að stuðla að auknum skilningi og þekkingu innan heilbrigðisstéttarinnar svo hægt að greina átraskanir á fyrri stigum. Þá er það markmið samtakanna að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.

Samtökin munu einnig stuðla að bættum forvörnum, með fræðslu á heimasíðu samtakanna og með gerð upplýsingabæklinga fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Samtökin SÁTT hyggjast eiga í uppbyggilegu samtali við stjórnvöld og aðra aðila sem hafa áhuga og vilja til að bæta stöðu þeirra sem glíma við átraskanir og aðstandendur þeirra. Samtökin munu leita leiða til að bæta þau úrræði sem standa sjúklingum til boða og athuga möguleika á langtímameðferðarúrræði, greina hvernig megi bæta þjónustu sem er nú þegar til staðar og útbúa forvarnar- og fræðsluefni fyrir sjúklinga, aðstandendur og skólayfirvöld.

Stjórn SÁTTar 2021-2022

Elín Vigdís Guðmundsdóttir, formaður

Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir, gjaldkeri

Hrafnhildur Sigmarsdóttir, ritari

Styrkár Hallson

Sigríður Gísladóttir

Margrét Helgadóttir, varamaður

Stjórn og stofnmeðlimir SÁTTar 2020-2021

Elín Vigdís Guðmundsdóttir,  lögfræðingur, mannfræðingur og jógakennari

Elín Vigdís Guðmundsdóttir,
lögfræðingur, mannfræðingur og jógakennari

Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir,  táknmálsmálfræðingur

Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir,
táknmálsmálfræðingur

Margrét Helgadóttir,  hjúkrunarfræðingur

Margrét Helgadóttir,
hjúkrunarfræðingur